vináttu og menningarfélag Miðausturlanda. Það var stofnað 27. apríl 2004 í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Hlutverk félagsins er að beita sér fyrir kynningu á Miðausturlöndum og því margþætta mannlífi sem þar er. Lög þess birt hér fyrir neðan.
Stofnfélagar voru 104. Þegar þetta er skrifað 13.júní 2006 eru félagar orðnir töluvert á þriðja hundrað.
Í stjórn VIMA eru
Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður
Guðlaug Pétursdóttir, gjaldkeri
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, ritari
Edda Ragnarsdóttir, varaformaður
Herdís Kristjánsdóttir, varamaður
Fundir eru haldnir tvisvar á ári auk aðalfundar sem er í lok apríl eða byrjun maí ár hvert.
Fundarefni hafa verið margs konar og reynt að velja fýsilega fyrirlestra. Fundir hafa verið framúrskarandi vel sóttir.
Þá hefur verið ákvein útgáfa fréttabréfs 2-3svar á ári og það fyrsta kom síðari hluta vetrar og það næsta um miðjan sept. 2006.
Hér eru lög VIMA sem voru samþykkt samhljóða á stofnfundinum 27.apr. 2004
1.gr.Félagið heitir Vina- og menningarfélag Miðausturlanda, VIMA. Lögheimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík.
2.gr. Markmið félagsins er að auka kynningar á menningu, listum og mannlífi í Miðausturlöndum
3.gr. Markmiðinu skal ná m.a. með því að efna til funda, fyrirlestra, mynda- og fræðslukynninga og öðru sem kynnir þjóðirnar og löndin
4.gr. Félagið er opið öllum áhugamönnum og velunnurum Miðausturlanda
5.gr. Æðsta vald félagsins er í höndum félagsmanna á aðalfundi. Milli aðalfunda fer réttkjörin stjórn með vald félagsins
6.gr. Aðalfund skal halda í apríllok ár hvert. Stjórn vélagsins skal skipuð formanni, gjaldkera og ritara, varaformanni og einum varamanni. Stjórn er heimilt að kalla aðra félagsmenn til liðs, m.a. vegna skipulagninga funda og ferðalaga
7.gr. Félagsgjald skal vera 3000.-kr á ári. Óskað er eftir að menn hafi lokið greiðslu hvers árs fyrir 1.apr.
8.gr. Félagsmenn hafa forgang í ferðir félagsins, hafi þeir greitt árgjaldið
Nýir félagar geta skráð sig hér á síðunni undir tenglinum Sendið mér póst